Fréttir og tilkynningar

Umhverfis Suðurland í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands hefur farið af stað með hvatningaherferð til ferðamanna um að endurnýta ferðakort og bæklinga enda þarf slíkt ekki að vera einnota. Það getur einnig verið skemmtileg viðbót að nýta sér „kort með reynslu“ þar sem fyrri notandi hefur......

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur fyrir stuttu, nú styttist í 17. júní með allri sinni gleði og flestir bæir halda einnig einhverskonar bæjarhátíðir yfir sumarmánuðina Auk þess halda einstaklingar og fjölskyldur gjarnan veislur, ættarmót og aðrar samkomur á þessum bjartasta tíma ársins. Það er að mörgu......

Sumarið er komið og þó veðrið sé misjafnt gefast nú sífellt fleiri tækifæri til að taka til hendinni utandyra. Júnímánuður er tilvalinn til að huga að garðinum og nærumhverfinu. Snyrta beð, klippa runna, planta sumarblómum, hreinsa stéttir, þrífa glugga, laga grindverk og plokka á gönguleiðum og......

Neysla, endurnýting og úrgangsstjórnun eru lykilhugtök þegar kemur að umhverfisvænni lífsstíl. Það sem alltaf hefur verið gert er ekki endilega besta leiðin okkar inn í framtíðina. Mikilvægt er að leita sífellt nýrra og áhugaverðra leiða til (endur)nýtingar Þess vegna tekur Umhvverfis Suðurland nú höndum saman......

Núverandi auðlindanotkun er ósjálfbær, það vitum við. Nýting hráefnum er keyrð áfram af neyslu og vinnum við meira af hráefnum en plánetan okkar ræður við. Þess vegna eru menn í auknum mæli að horfa til Hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið snýst um breyttar neysluvenjur en einnig framleiðsluaðferðir. Núverandi......

Árlega er Norræni fataskiptimarkaðurinn (e. Nordic Swap Day) haldinn um öll Norðurlöndin til að draga úr fatasóun og um leið að veita umhverfisvæna leið til að losa sig við heilar og góðar flíkur sem eru ekki í notkun og hugsanlega að finna sér aðrar nýjar......

Hin sænska Greta Thunberg sá ekki tilgang í því að ganga menntaveginn þegar framtíð hennar og komandi kynslóða er ekki tryggð og hóf hún því að skrópa í skólann á föstudögum og mæta þess í stað ein fyrir utan þinghús Svía og mótmæla. Hún hóf Loftlagsverkfallið......

Norræni skiptidagurinn (e. Nordic swap day) er haldin hátíðlegur nú á laugardaginn, 6. apríl. Viðburðurinn rekur uppruna sinn til Svíþjóðar árið 2010 en hefur auk þess verið haldinn víða um Danmörku, Noreg og Finnland. Í fyrra tók Ísland í fyrsta sinn þátt í þessum degi......

Frá upphafi iðnbyltingarinnar, seint á 18. öld, hefur mannkynið haft veruleg áhrif á loftslag jarðar, einkum með losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Notkun jarðefnaeldsneytis hefur margfaldast síðan þá. Aukning í ákveðnum lofttegundum breytir varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna.......

Marsmánuður er á mörgum heimilum tileinkaður forræktun matjurta, við höfum birt góð ráð fyrir fyrstu skrefin og hvernig hefja eigi vorverkin. Hvaðan kemur maturinn þinn? úr glugganum, garðinum, frá bónda í þinni sveit eða jafnvel erlendis frá?      ...

Með sól í hjarta er tímabært að huga að vorverkunum. Forræktun plantna getur vafist fyrir nýliðum en oftar en ekki er fólk að mikla einfalt verk fyrir sér.  Fátt er betra fyrir kroppinn en að borða vel af grænum jurtum, grænmeti og salati.  Og enn betra fyrir budduna ef ekki þarf að kaupa slíkt ferskmeti vikulega.  Með hækkandi sól í mars er upplagt að byrja að huga að ræktun matjurta fyrir sumarið.    Forræktun plantna tekur um 1-2 mánuði við góðar aðstæður inni við í um......

Nú er tíminn til að huga að vorstörfunum, forræktun matjurta í mars og apríl er góð byrjun á sumrinu. Hægt er að sá fræjum í eggjabakka eða annað sem fellur til á heimilinu og koma fyrir við sólríkan glugga. Fyrir byrjendur er ræktun matjurta í......

Fatasóun er stórt vandamál og það eru plastpokar líka. Fylgjumst með hverngi Árni Geir slær tvær flugur í einu við að leysa þetta vandamál.   …og þið munið: smellið á myndina til þess að sjá útkomuna!...

Að „plokka“ er frábær leið til þess að hreyfa sig og hjálpa náttúrunni í leiðinni. Munum bara að flokka ruslið og skila á réttan stað. (smelltu á myndina til þess að sjá mynbandið)...

Úrgangsmál voru í brennidepli á samráðfundunum um umhverfis- og auðlindamál sem haldnir voru s.l. haust á Suðurlandi, en það voru samtals sex fundir haldnir og vel á annað hundrað íbúar sem mættu og tóku þátt. Samráðsfundirnir voru áhersluverkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands og liður í......

Offramboð er á einnota plastvörum í heiminum í dag og ættum við að leita allra leiða til þess að skipta slíkum vörum út fyrir aðrar umhverfisvænni. Í nýjasta myndbandinu prufar Árni Geir að skipta út plast tannbursta fyrir annarskonar tannbursta. Smelltu á myndina til þess......

  Hugmyndafræði REKO gengur út á það að efla „nærsamfélagsneyslu“ og færa framleiðendur og neytendur nær hver öðrum, gera matarhandverki/heimavinnslu hærra undir höfði og færa smáframleiðendur ofar í virðiskeðjuna. REKO er eingöngu á Facebook og er markmiðið að gefa neytendum/veitingamönnum og bændum/heimavinnsluaðilum/smáframleiðendum innan ákveðins svæðis......

Eins og allir vita er átaks þörf í umhverfismálum – margt smátt gerir eitt stórt. Árni Geir ætlar að kanna leiðir til umhverfisvænni lífstíls og fræða okkur um ferlið í leiðinni. Næsta video hans er væntanlegt á vefinn fimmtudaginn 17.júní – bíðið spennt!  ...

Matur spilar stórt hlutverk í upplifun margra af jólunum. Í október tókum við fyrir matarsóun en hún á mikinn þátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Hvort sem farið er á jólahlaðborð, staðið fyrir jólaboðum eða verslaði inn fyrir hátíðina ættum við ávallt að vera meðvituð um innkaupin, hafa skammtana......

Umhverfisvæn jól snúast meðal annars um að vera meðvitaður um áhrif neyslunnar og takmarka hana eins og hægt er. Það þýðir samt ekki að jólamaturinn þurfi að vera hafragrautur og að enginn fái jólagjafir, heldur einfaldlega að við ætlum að íhuga hvað skiptir okkur mestu......

Jólin snúast um að njóta dýrmætra stunda með vinum og ættingjum. Að koma saman og föndra fyrir jólin er góð skemmtun og hægt að finna margar skemmtilegar, einfaldar og umhverfisvænar   hugmyndir af föndri, til dæmis á Pintrest Nokkrar hugmyndir: Kertagerð úr afgangs vaxi er umhverfisvæn......

Pokastöðvar hafa sprottið upp um allt land undanfarin ár enda hefur vitundarvakning um plastnotkun og skaðleg áhrif þess á náttúruna verið mikil. Pokastöðvar eru samfélagsverkefni sem snúa að því að mynda hringráð taupoka í samfélaginu. Verkefni Pokastöðvanna hófst á Hornafirði á vormánuðum 2016 en er......

Laugardaginn 17.nóvember hefst árlegt sam-evrópskt vitundarátak sem kallast á íslensku Nýtnivikan (e. The European Week for Waste Reduction). Hugmyndin að Nýtniviku er að vekja athygli á sjálfbærum auðlindum og úrgangsstjórnun. Nauðsynlegt er að draga úr magni úrgangs en það er helst gert með því að......

Hvað er að uppvinna? Að uppvinna er íslenska þýðingin á orðinu upcycle, einnig þekkt sem skapandi endurnýting (e. creative reuse). Þegar við uppvinnum þá búum við til eitthvað nýtt á skapandi hátt þannig að hlutirnir sem búnir eru til verða verðmeiri en hlutirnir sem fyrir......

Margir hugsa til munnbitanna sem enda í ruslinu eftir kvöldverðinn en vandamálið er talsvert stærra en það. Talið er að þriðjungi matvæla í heiminum sé hent. Á þetta við á öllum stigum matvælaiðnaðarins og á sér margar skýringar. En breytingarnar byrja hjá einstaklingunum og þurfum......

Það er sorgleg staðreynd að stærsti hluti matarsóunarinnar í hinum vestræna heimi fer fram eftir að maturinn er kominn til neytandans. Við kaupum matvæli í of miklum mæli, eldum of stóra skammta og geymum matinn ekki eins vel og hægt er sem gerir það að......

X