Fréttir og tilkynningar

Úrgangsmál voru í brennidepli á samráðfundunum um umhverfis- og auðlindamál sem haldnir voru s.l. haust á Suðurlandi, en það voru samtals sex fundir haldnir og vel á annað hundrað íbúar sem mættu og tóku þátt. Samráðsfundirnir voru áhersluverkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands og liður í......

Offramboð er á einnota plastvörum í heiminum í dag og ættum við að leita allra leiða til þess að skipta slíkum vörum út fyrir aðrar umhverfisvænni. Í nýjasta myndbandinu prufar Árni Geir að skipta út plast tannbursta fyrir annarskonar tannbursta. Smelltu á myndina til þess......

  Hugmyndafræði REKO gengur út á það að efla „nærsamfélagsneyslu“ og færa framleiðendur og neytendur nær hver öðrum, gera matarhandverki/heimavinnslu hærra undir höfði og færa smáframleiðendur ofar í virðiskeðjuna. REKO er eingöngu á Facebook og er markmiðið að gefa neytendum/veitingamönnum og bændum/heimavinnsluaðilum/smáframleiðendum innan ákveðins svæðis......

Eins og allir vita er átaks þörf í umhverfismálum – margt smátt gerir eitt stórt. Árni Geir ætlar að kanna leiðir til umhverfisvænni lífstíls og fræða okkur um ferlið í leiðinni. Næsta video hans er væntanlegt á vefinn fimmtudaginn 17.júní – bíðið spennt!  ...

Matur spilar stórt hlutverk í upplifun margra af jólunum. Í október tókum við fyrir matarsóun en hún á mikinn þátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Hvort sem farið er á jólahlaðborð, staðið fyrir jólaboðum eða verslaði inn fyrir hátíðina ættum við ávallt að vera meðvituð um innkaupin, hafa skammtana......

Umhverfisvæn jól snúast meðal annars um að vera meðvitaður um áhrif neyslunnar og takmarka hana eins og hægt er. Það þýðir samt ekki að jólamaturinn þurfi að vera hafragrautur og að enginn fái jólagjafir, heldur einfaldlega að við ætlum að íhuga hvað skiptir okkur mestu......

Jólin snúast um að njóta dýrmætra stunda með vinum og ættingjum. Að koma saman og föndra fyrir jólin er góð skemmtun og hægt að finna margar skemmtilegar, einfaldar og umhverfisvænar   hugmyndir af föndri, til dæmis á Pintrest Nokkrar hugmyndir: Kertagerð úr afgangs vaxi er umhverfisvæn......

Pokastöðvar hafa sprottið upp um allt land undanfarin ár enda hefur vitundarvakning um plastnotkun og skaðleg áhrif þess á náttúruna verið mikil. Pokastöðvar eru samfélagsverkefni sem snúa að því að mynda hringráð taupoka í samfélaginu. Verkefni Pokastöðvanna hófst á Hornafirði á vormánuðum 2016 en er......

Laugardaginn 17.nóvember hefst árlegt sam-evrópskt vitundarátak sem kallast á íslensku Nýtnivikan (e. The European Week for Waste Reduction). Hugmyndin að Nýtniviku er að vekja athygli á sjálfbærum auðlindum og úrgangsstjórnun. Nauðsynlegt er að draga úr magni úrgangs en það er helst gert með því að......

Hvað er að uppvinna? Að uppvinna er íslenska þýðingin á orðinu upcycle, einnig þekkt sem skapandi endurnýting (e. creative reuse). Þegar við uppvinnum þá búum við til eitthvað nýtt á skapandi hátt þannig að hlutirnir sem búnir eru til verða verðmeiri en hlutirnir sem fyrir......

Margir hugsa til munnbitanna sem enda í ruslinu eftir kvöldverðinn en vandamálið er talsvert stærra en það. Talið er að þriðjungi matvæla í heiminum sé hent. Á þetta við á öllum stigum matvælaiðnaðarins og á sér margar skýringar. En breytingarnar byrja hjá einstaklingunum og þurfum......

Það er sorgleg staðreynd að stærsti hluti matarsóunarinnar í hinum vestræna heimi fer fram eftir að maturinn er kominn til neytandans. Við kaupum matvæli í of miklum mæli, eldum of stóra skammta og geymum matinn ekki eins vel og hægt er sem gerir það að......

Fyrirbærið Diskósúpa kemur upphaflega frá ungliðahreyfingu Slow Food og gengur út á að búa til súpu úr þeim afgöngum sem verslanir og framleiðendur myndu annars henda. Slíkir viðburðir hafa verið haldnir út um allan heim og hafa það að markmiði að vekja fólk til meðvitundar um þá sóun......

Þessi bráðsnjöllu húsráð fengum við af vefnum matarsoun.is. Hvert og eitt þeirra er vert að skoða betur. Þess vegna viljum við líka benda á vefina savethefood.com, lovefoodhatewaste.com og danska vefinn stopspildafmad.org    ...

Þriðjungur þess matar sem framleiddur er fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eða um 1,3 milljarðar tonna af mat á hverju ári í heiminum.  Á heimsvísu er talið að um þriðjungi af framleiddum mat til manneldis eyðileggist eða sé sóað, það er......

Í kjölfar umræðunnar um Plastlaus September er gott að rifja upp og huga að því hvers vegna takmörkun plastnotkunar og endurvinnsla plasts er svo mikilvæg. Plast er unnið úr olíu og er mjög orkufrekt í framleiðslu. En hringrás plasts er einnig stórt vandamál því plast......

Mánudagskvöldið 1. október hélt Atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps svokallaðan Diskósúpufund en hugmyndafræðin á bak við slíkan súpufund er sú að nýta það hráefni sem ekki selst hjá verslunum en er sannanlega neysluhæft, og elda úr því súpu. Hráefnið í súpuna fékkst hjá Krónunni og með......

Á Höfn var mikil þátttaka og skipulagt öflugt plokk á Alheimshreinsunardeginum, kallað „Tölt með tilgangi,“ þar sem gengið var um nánast allan bæinn og hann hreinsaður af krafti en skólakrakkar höfðu þá þegar farið á fimmtudeginum um allt skóla- og íþróttasvæðið og tekið til. Ekki......

Hjallastefnuleikskólinn Sóli í Vestmannaeyjum hefur tekið virkan þátt í Plastlausum september. Eitt framtakið af mörgu í leikskólanum var að nota dagblöð í ruslafötur, ​sem er góð áminning í hvert sinn sem rusli er hent! Þá hafa kennarar farið með hópana sína fylktu liði um bæinn og tínt rusl.......

Í Ölfusi tók á annan tug íbúa þátt í strandhreinsun á Alheimshreinsunardeginum. Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins kom fyrir körum á ströndinni undir rusl. Íbúum Ölfuss er afar annt um fjöruna, sem gengur undir nafninu Skötubót, en þar fara íbúar stundum í pikknikk, hún er leikvöllur krakkanna sem......

Leik- og grunnskólinn í Ölfusi starfa báðir undir grænfánum þar sem umhverfisvitund er mikil. Í tilefni af Plastlausum september og Umhverfis Suðurland var lögð enn meiri áhersla á skaðsemi plasts. Í grunnskólanum starfar umhverfisnefnd sem er skipuð tveimur fulltrúum úr hverjum árgangi og var formaður......

Hjá Hótel Fljótshlíð var skipulagt plokk á landareign hótelsins að Smáratúni. “Auk þess sem gengum við eftir hluta Fljótshlíðarvegar og tíndum rusl. Það safnaðist dágóður slatti af rusli en þetta var skemmtilegt verkefni sem braut upp daginn og við vonumst til að veki fólk til......

Í Lavacenter fer starfsfólk einu sinni í viku og týnir upp rusl í kringum fyrirtækið. Í tilefni af Umhverfis Suðurland og Alheimshreinsunardeginum var sérstaklega farið út á föstudegi og laugardegi. “Við höfum tekið þátt og að við erum ávallt með hugann við að halda snyrtilegu í......

Í leikskólanum Undralandi á Flúðum var ýmislegt gert til að minnka plastnotkun. “Við förum ekki út með hverja bleyju í plastpoka eins og við gerðum áður heldur erum komnar með sérstakar bleyjutunnur og í þær fara BioBag poka. Þá erum við búnar að fjarlægja plastpoka......

Það var góð þátttaka í Plastlausum september á Suðurlandi og afar fjölbreytt verkefni sem íbúar tóku sér fyrir hendur. Í Ölfusi réðust íbúar í strandhreinsun, leik- og grunnskólar í sveitarfélaginu lögðu meiri áherslu á plast en áður, fyrirtæki í landshlutanum hreinsuðu umhverfi sitt og á Flúðum......

Í september á hverju ári fer fram árvekniátakið Plastlaus september. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Á vefsíðu okkar má finna heilmikið af upplýsingum......

X