Tölt með tilgangi á Höfn

Á Höfn var mikil þátttaka og skipulagt öflugt plokk á Alheimshreinsunardeginum, kallað “Tölt með tilgangi,” þar sem gengið var um nánast allan bæinn og hann hreinsaður af krafti en skólakrakkar höfðu þá þegar farið á fimmtudeginum um allt skóla- og íþróttasvæðið og tekið til. Ekki amalegt!