Um skaðsemi plasts í náttúrunni

Við getum lagt okkar að mörkum til þess að spyrna við plastmengun í okkar umhverfi. Breytingarnar hefjast hjá okkur.

Sorphirða á Suðurlandi

Hér finnur þú upplýsingar um hvernig sorphirðu er háttað í sveitarfélögunum á Suðurlandi.

Loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar eru mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Hér finnur þú hagnýtar upplýsingar um loftslagsmál og aðgerðir til að stemma stigu við vandanum.

Plastpokalaust Suðurland

Plast er orðið ógn við lífkerfi heimsins. Við getum gert heilmikið til að minnka notkun plasts, ekki síst plastpoka. Til dæmis með stofnun pokastöðva um allt land.

Hvatningarmyndbönd unga fólksins

Unga fólkið er svo sannarlega að vakna og farið að berjast gegn plastnotkun af fullum krafti.
Við kynnum ný og fróðleg  hvatningarmyndbönd unga fólksins! Ert þú með ábendingu?

Topp 30 leiðir til að minnka plastnotkun

Láttu ekki skort á hugmyndum stoppa þig í að minnka plastnotkun. Margt smátt gerir eitt stórt. Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera. Skoðaðu topp 30 listann okkar!

Endurhugsaðu! Endurnýttu!

Við þurfum að hugsa algjörlega upp á nýtt hvernig við notum hluti ef ekki á að fara illa fyrir náttúrunni. Besta leiðin er að draga úr óendurvinnanlegum úrgangi sem við framleiðum og fókusa á hluti sem við getum endurnýtt og notað.

Endurnýtum og gerum meira

Að minnka notkun, sóun og auka endurvinnslu er frábært en við þurfum að gera svo miklu meira ef við eigum að vinna gegn gífurlegri notkun okkar á auðlindum. Við erum flest að taka miklu meira af náttúrunni en við gefum til baka. Það mun enda illa fyrr eða síðar.

Förum yfir nokkra punkta sem gætu hjálpað.

Að uppvinna – hvað er það?

Að uppvinna er íslenska þýðingin á orðinu upcycle, einnig þekkt sem skapandi endurnýting (e. creative reuse). Þegar við uppvinnum þá búum við til eitthvað nýtt á skapandi hátt þannig að hlutirnir sem búnir eru til verða verðmeiri en hlutirnir sem fyrir eru – allavega í samanburði við það að framleiða og kaupa nýja.

Hvað þarf ég til umhverfishreinsunar?

Þú og þínir geta lagt sitt af mörkum til þess að hreinsa til í nærumhverfinu. Hjálpumst að við að gera Suðurlandið skínandi hreint.

Pokastöðin

Pokastöðin

Allir að gera Pokastöð

X