Sóli skapar fordæmi

Hjallastefnuleikskólinn Sóli í Vestmannaeyjum hefur tekið virkan þátt í Plastlausum september. Eitt framtakið af mörgu í leikskólanum var að nota dagblöð í ruslafötur, ​sem er góð áminning í hvert sinn sem rusli er hent! Þá hafa kennarar farið með hópana sína fylktu liði um bæinn og tínt rusl. Það hefur skapað almenna umræðu um plast bæði á leikskólanum og í bæjarfélaginu og vakið bæjarbúa til meiri meðvitundar um skaðsemi óhóflegrar plastnotkunar.