Endurnýtum ferðakortin

Umhverfis Suðurland í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands hefur farið af stað með hvatningaherferð til ferðamanna um að endurnýta ferðakort og bæklinga enda þarf slíkt ekki að vera einnota. Það getur einnig verið skemmtileg viðbót að nýta sér “kort með reynslu” þar sem fyrri notandi hefur jafnvel merkt inná eitthvað sem vakið hefur áhuga hans eða er á einhvern hátt skemmtileg viðbót við ferðalagið og upplifunina.

Njótum þess að ferðast um landið okkar og gerum það á grænan hátt.