Umhverfisvænt jólaföndur

Jólin snúast um að njóta dýrmætra stunda með vinum og ættingjum. Að koma saman og föndra fyrir jólin er góð skemmtun og hægt að finna margar skemmtilegar, einfaldar og umhverfisvænar   hugmyndir af föndri, til dæmis á Pintrest

Nokkrar hugmyndir:

Kertagerð úr afgangs vaxi er umhverfisvæn endurnýting sem hægt er að útbúa í fallegar heimatilbúnar jólagjafir. Ef til vill eiga veitingastaðir og gistiheimili á svæðinu kerta afganga sem hægt væri að nýta.

Kortagerð úr endurunnu efni sem fellur til á heimilinu eða úti í náttúrunni, eða leiðbeiningar við umhverfisvæna jólagjafa innpökkun getur skapað góða samverustund sem félagasamtök geta staðið fyrir á aðventunni. Við leggjum þó til að föndrarar forðist allt glimmer enda er það í raun bara plastagnir sem við viljum ekki að endi í umhverfinu okkar.

Jólakransar úr könglum og gömlu eða heimatilbúnu skrauti sóma sér vel á útidyrahurðum.