Lífrænn úrgangur – frá upphafi til enda

Hvað verður um lífræna úrganginn okkar?

Við hjá Umhverfis Suðurland í slagtogi við Árna Geir vin okkar, fórum á stúfana og fengum að kynnast því ferli sem fer í gang þegar búið er að sækja lífræna úrganginn. Niðurstöðuna settum við svo saman í stutt myndband, en eftir að hafa horft á það ætti enginn að velkjast í vafa um gagnsemi þess að flokka lífrænan úrgang.