Strandhreinsun í Vestmannaeyjum 21.september

Í tilefni af Alheims hreinsunardeginum (e. world cleanup day) Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að 21. september nk. verði svæðið við Torfmýri við golfvöll hreinsað. Mæting er við golfskála GV klukkan 11.00. Að lokinni hreinsun verður grillað.

Vestmannaeyjabær hvetur íbúa, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í átaksverkefninu.

Alheims hreinsunardagurinn er sameiginlegt átak þar sem íbúar heimsins hreinsa rusl um allan heim og hvetur Umhverfis Suðurland sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir sem og einstaklinga til þess að taka þátt í að hreinsa sitt nánasta umhverfi.