Plokk við Hótel Fljótshlíð

Hjá Hótel Fljótshlíð var skipulagt plokk á landareign hótelsins að Smáratúni. “Auk þess sem gengum við eftir hluta Fljótshlíðarvegar og tíndum rusl. Það safnaðist dágóður slatti af rusli en þetta var skemmtilegt verkefni sem braut upp daginn og við vonumst til að veki fólk til umhugsunar um umhverfismál.“ segir Margrét Jóna Ísólfsdóttir á Hótel Fljótshlíð.