Hvernig legg ég mitt af mörkum?

Þú getur tekið þátt í verkefninu á margvíslegan hátt. Þitt framlag getur byrjað heima þar sem hægt er að gera átak í flokkun ruslsins, úti í náttúrunni þar sem rusl safnast saman eða á leiðinni í vinnuna. Þitt er valið.

Minnkum plast

Minnkum plastnotkun okkar. Notum fjölnota poka undir innkaupin okkar og forðumst plastpakkaðar vörur. Flokkum plastið frá öðru rusli.

 

Plokkum

Látum ekki okkar eftir liggja og skilum ruslinu í tunnur og á sorspstöðvar. Reglulega er hvatt til hóphreinsunar í náttúru Íslands.

 

Flokkum

Flokkum heimilissorpið okkar og skilum því í réttar tunnur. Þannig kemur þú í veg fyrir að ruslið þitt endi á röngum stað.

 

Póstlisti Umhverfis Suðurland