Nýtnivika 17.-25. nóvember 2018 

Laugardaginn 17.nóvember hefst árlegt sam-evrópskt vitundarátak sem kallast á íslensku Nýtnivikan (e. The European Week for Waste Reduction). Hugmyndin að Nýtniviku er að vekja athygli á sjálfbærum auðlindum og úrgangsstjórnun.

Nauðsynlegt er að draga úr magni úrgangs en það er helst gert með því að minnka neyslu, lengja líftía hluta, samnýta þá og tryggja þeim framhaldslíf ef þeir gagnast ekki fyrri eiganda lengur.

Allir geta tekið þátt í Nýtniviku með ýmsum hætti og við hvetjum sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til þess að standa fyrir viðburðum á Nýtnivikunni.

 

Hér koma nokkrar hugmyndir:

Pokasaumur – allir velkomnir að hittast og sauma fjölnota poka

Skiptimarkaður – skiptast á notuðum vörum, svo sem fatnaði, bókum, leikföngum eða annað

Flóamarkaður – selja notaðar vörur

Diskósúpa – nýta matarafganga eða útrunnar vörur í súpugerð og bjóða uppá

Kertagerð – bræða saman afgangs vax

Kortagerð – t.d. úr gömlum dagblöðum

Viðgerðarkaffi – Gera við föt, skó, húsgögn, raftæki eða annað með aðstoð fagmanna.

Kynnið ykkur viðburðardagatalið okkar og látið okkur jafnframt vita ef þið ætlið að standa fyrir viðburðum við aðstoðum við að koma honum á framfæri.