04 Oct Hreinsunarátak í sveitarfélaginu
Í Ölfusi tók á annan tug íbúa þátt í strandhreinsun á Alheimshreinsunardeginum. Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins kom fyrir körum á ströndinni undir rusl. Íbúum Ölfuss er afar annt um fjöruna, sem gengur undir nafninu Skötubót, en þar fara íbúar stundum í pikknikk, hún er leikvöllur krakkanna sem og brimbrettafólks. Hreinsunin gekk mjög vel en verkefnið heldur áfram – eins lengi og veður og vindar leyfa.
Á Alheimshreinsunardeginum var Blái herinn úti í Selvogi ásamt forsætisráðherra og umhverfisráðherra þar sem fylltir voru tíu stórir sandpokar.