Flokkun og sorphirða á Suðurlandi

Öll sveitarfélög á Suðurlandi eru með móttökustöðvar eða gámaþjónustu í einhverju formi.  Eftir hreinsun/plokkun er mikilvægt að skila ruslapokunum á viðkomandi móttökustað.  Við mælum með því að fólk noti glæra poka þegar rusl er týnt svo auðveldara sé fyrir starfsmenn að sjá hvað leynist í pokunum þegar þeim er hent.

Flokkunarleiðbeiningar

“Pappi” Allur bylgjupappi, t.d. pappakassar og pitsukassar.
“Járn” Niðursuðudósir, málmlok af krukkum en einnig eru húsgögn oft að hluta eða alveg úr málmi.
“Fernur/dagblöð” Dagblöð, tímarit, auglýsingapóstur, prentpappír, hreinar og tómar umbúðir úr sléttum pappa.
“Grófur úrgangur” Ónýtir fyrirferðarmiklir hlutir sem ekki er hægt að pressa eins og t.d. ónýt húsgögn.
“Hjólbarðar” Allar tegundir hjólbarða.
“Garðaúrgangur” Allur lífrænn garðúrgangur.
“Jarðefni” Grjót, hellur, múrbrot, gler, postulín gifs og flísar ásamt öllum gler umbúðum undan matvælum.
“Stór Raftæki ” Stærri raftæki svo sem þvottavélar, eldavélar, þurrkarar, svo eitthvað sé nefnt.
“Timbur” Allt timbur.
“Rauði krossinn” Vefnaðarvörur, t.d.  nýtilegan fatnað, rúmföt, handklæði o.s.frv.
“Minni raftæki” Ryksugur, straujárn, brauðristar, hljómtæki, kaffivélar
“Spilliefni” Málning, lím, þynnir, ýmiss konar leysiefni, rafhlöður, lakk, olíuefni.
“Plastílát” Sjampóbrúsar, plastbakkar undan ýmsum matvörum, hreinar skyr og jógúrt dósir.
“Nytjagámar” Hlutir með lítt skert notagildi, til dæmis sófar, stólar, borð, o.fl.

Sérstaklega er mikilvægt að halda plasti frá öðru rusli.

Kynnið ykkur vel móttökustaði fyrir rusl í viðkomandi sveitarfélagi áður en lagt er af stað í plokkun. Þá er auðveldara að skipuleggja daginn og skjótast með rusl þegar magnið er orðið mikið.