Plastlaus vika 10 – 15 september

Vertu með í árvekniátaki til að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu

Átakið hefst á því að leik- og grunnskólar á Suðurlandi halda plastlausa viku og fá nemendur til að gjörbreyta lífsstíl sínum með breyttri neyslu og vitund.

Plastlausa vikan er árvekniátak um skaðsemi plasts en þó fyrst og síðast hvatningarátak. Allir þeir sem skilja hættuna af óhóflegri plastnotkun og kunna að meta fallegt umhverfi Suðurlands ættu að taka þátt.

Plastlausa vikan nær hámarki dagana 14. og svo 15 september með Alheimshreinsundardeginum (World Cleanup Day 2018), þar sem skorað verður á bæði íbúa og starfsfólk fyrirtækja og stofnana að koma saman og hreinsa sitt nánasta umhverfi.

Þú getur tekið fyrstu skrefin í plastlausum lífsstíl með því til dæmis að:

  1. Skila öllu plasti í endurvinnslu
  2. Ekki kaupa ávexti og grænmeti í plastumbúðum – koma með taupoka
  3. Velja sápur og þvottaefni í pappaumbúðum
  4. Nota nestisbox
  5. Afþakka rör
  6. Fara í fiskbúð/kjötbúð sem pakkar í pappa eða býður upp á að setja í ílát að heiman!
  7. Nota dagblöð fyrir ruslið í stað plastpokans. Með því að safna matarleifum í moltukassa er hægt að losna við alla bleytu úr ruslinu og ruslafatan verður þrifaleg og fín
  8. Varast plastefni í snyrtivörum – nota t.d. smáforritið Beat the Microbead.
  9. Ekki drekka drykki í einnota plastumbúðum – jafnvel koma með könnu að heiman!

Fyrir fullt frábærum hugmyndum um plastlausan lífsstíl skoðið síðuna Plastlaus september