Alheimshreinsunardagurinn 15. sept

Alheimshreinsunardagurinn – World Cleanup Day 2018 –  er haldin 15. september ár hvert um allan heim. Við í Umhverfis Suðurland, stækkum hann um einn dag og höldum hann 14. – 15. september.

Alheimshreinsunardeginum er vitundarvakning og hvatningarátak, þá eru eru íbúar, starfsfólk fyrirtækja og stofnana hvattir til að koma saman og hreinsa sitt nánasta umhverfi.

Alheimshreinsunardagurinn er frábært tækifæri til að byrja í plokkinu sem er alls staðar að slá í gegn! Fáið ykkur plokkara, plokkstöng, góða hanska og mætið á svæðið með nokkra ruslapoka.

Við hvetjum alla til að fylgjast vel með boðuðum viðburðum á vegum sveitarfélaga og fyrirtækja; hvar fólk á að koma saman og hvaða svæði á að hreinsa. Skemmtilegast væri að enda daginn með sameiginlegri veislu!

Hjálpumst að við að taka til í umhverfinu okkar. Göngum fram með góðu fordæmi fyrir Ísland og heim allan til þess að mæta að lokum sjálfbærari og grænni veröld.  Komum saman öll sem eitt og tökum til í okkar nánasta umhverfi.

Alheimshreinsunardagurinn 2018