Drögum úr orkusóun

Flestir Íslendingar njóta góðs af jarðhita sem er nýttur til húshitunar og jafnvel sums staðar til framleiðslu rafmagns. Annars staðar er rafmagn framleitt með vatnsafli sem er einnig endurnýjanleg auðlind og umhverfisvæn. Orkuframleiðsla og húshitun, sem eru yfirleitt annars staðar í heiminum með stærri umhverfisþáttum í rekstri heimila, eru á Íslandi frekar umhverfisvænar. En öll virkjun þarfnast framkvæmda og reksturs og við þessa nýtingu eykst losun gróðurhúsalofttegunda. Með einföldum aðgerðum að bættri orkunýtingu á heimilinu getur þú bæði minnkað losun gróðurhúsalofttegunda og lækkað orkureikninginn. Áætlað hefur verið að ef öll heimili bættu orkunýtni sína með þessum einföldu ráðum mætti spara orku sem samsvarar framleiðslu 40MW vatnsaflsvirkjunar á ári, sem er um það bil jafnmikið og afl Ljósafoss- og Steingrímsstöðvar í Soginu til samans. Minni sóun á orku dregur ekki aðeins úr eftirspurn á álagstímum heldur opnar einnig á tækifæri til að nýta orkuna í annað, til dæmis rafsamgöngur. 

 

  • Slökkva ljós og nýta dagsbirtu 
  • Slökkva á raftækjum sem ekki eru í notkunn 
  • SPARPERUR 
  • Orkunýtin raftæki  
  • Þvo þvott á lágum hita – og spara þvottaefnið! 
  • Snúran fram yfir þurrkaran – betra fyrir fötin, náttúruna og rafmagnsreikninginn. 
  • Hófleg húshitun, sérstaklega á sumrin og þegar íbúar eru að heiman. 
  • Vatnsnýting – ekki láta buna beint í niðurfallið að óþörfu! 

 

Meira má lesa um orkunýtingu á vef Umhverfisstofnunar