Úrgangur eða auðlind 

Neysla og lífsstíll hefur mikil áhrif á magn úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda. Eftir því sem neyslan er meiri þarf meira magn hráefna og orku. Tilheyrandi umhverfisáhrif hvers og eins verða meiri. Magn úrgangs á hvern íbúa er um 1500 -1800 kg á ári. Þó um helmingur af þessu magni sé endurnýtt á einhvern hátt eru í tunnunni oftar en ekki verðmæti á villigötum; málmar, plast, pappír, lífrænn úrgangur og orka sem má endurvinna. Þessi verðmæti fara til spillis þegar öllu er hent saman í einn hrærigraut og sent á urðunarstaði. Hægt er að flokka og endurvinna og koma þannig bæði í veg fyrir umhverfisáhrif vegna urðunar og vinnslu nýrra hráefna. 

Meðhöndlun og förgun úrgangsins hefur einnig í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda; við flutning, brennslu og við niðurbrot á lífrænum úrgangi á urðunarstað. Hauggas, sem að mestu er blanda af metani og koldíoxíði, myndast við niðurbrot úrgangs, jafnvel mörgum árum eftir að urðun er hætt. Á Íslandi er almennur úrgangur urðaður og er áætlað að urðunarstaðir höfuðborgarsvæðisins, í Álfsnesi og Gufunesi hafi losað árið 2007 um 74.000 tonn CO2-ígildi. Hauggas frá urðunarstöðum eru ein af meginuppsprettum metans í heiminum en metan hefur 21 sinni meiri áhrif á hlýnun jarðar en koldíoxíð. Í Álfsnesi fer fram söfnun metangass sem er síðan nýtt sem eldsneyti á ökutæki og sparast þar með notkun annars eldsneytis. 

Úrgangur sem ekki er flokkaður til endurnýtingar eða endurvinnslu er töpuð auðlind. 

  • Ekki henda – versla skynsamleganýta vel og endurvinna 
  • Flokka –  skilum til endurvinnslu, minni úrgangur til urðunnar og nýtir verðmæti betur 
  • Framhaldslíf Gamalt fyrir þér, nýtt fyrir mér. Hendum ekki verðmætum á haugana! 
  • MoltaMeð því að jarðgera matarleifar og annan lífrænan úrgang sem fellur til er hægt að draga töluvert úr umfangi úrgangs í urðun. 

 

Meira má lesa um meðhöndlun úrgangs á vef Umhverfisstofnunar