Við þurfum að hugsa algjörlega upp á nýtt hvernig við notum hluti ef ekki á að fara illa fyrir náttúrunni. Besta leiðin er að draga úr óendurvinnanlegum úrgangi sem við framleiðum og fókusa á hluti sem við getum endurnýtt og notað.

Hér eru tíu hugmyndir til að byrja að nýta hlutina betur:

  • Kaupum notað. Notaðir hlutir eru yfirleitt miklu ódýrari en nýir og oft alveg eins góðir.
  • Hugsuðu út í endingu þeirra vara sem þú kaupir! Ertu að kaupa hluti sem eru hannaðir til að endast ekki?
  • Veldu endurnýtanlega hluti frekar en einnota. Margt lítið verður eitt stórt. Notaðu til dæmis þitt eigið drykkjarmál.
  • Haltu hlutum við og gerðu við þá! Föt, dekk og búsáhöld.
  • Fáðu lánaða hluti sem þú notar sjaldan eða leigðu þá, t.d. tæki.
  • Passaðu að skemma ekki hluti þegar þú ert búinn að ákveða að losa þig við þá eða tekur þá niður og flytur í endurvinnslu!
  • Fáðu börnin til að nota lita- og krassblöð beggja vegna!
  • Endurnýttu ílát til dæmis jógúrtdósir til að rækta græðlinga
  • Deildu tímaritum og bókum með vinum eða gefðu í biðstofur fyrirtækja!
  • Dragðu fram gamla blekpennann, þennan með blekáfyllingunni úr glerkrukkunni!

 

Sjá líka hugmyndir um hönnun úr náttúrulegum og gömlum hlutum

http://www.co-oproduct.org/