Hvað þarf ég til umhverfishreinsunar?

Allir geta skipulagt umhverfishreinsun!

Umhverfishreinsanir hafa gjarnan verið kallaðar “plokk” eða “tölt með tilgangi”

Sama hvaða nafn þú kýst að nota eru okkar ráð einföld:

 • Hverjum ætlaru að bjóða (vinum/vinnufélögum/hverfinu/samfélaginu/öllum)
 • Gott og aðgengilegt er að búa til viðburð á facebook sem hægt er að deila áfram
 • Fyrst þarf að huga að flokkun og móttöku sorps
 • Best er að safna öllu rusli í bíl/kerru og keyra á móttökusvæði sorps
 • Hafðu samband við þína móttökuaðila eða sveitarfélag og athugaðu hvort hægt sé að skila sorpinu endurgjaldslaust
 • Hafðu í huga hvað er hægt að flokka eða hvað þú átt von á að finna (t.d. girðingaplast / gosflöskur / annað )
 • Skipulagðu hreinsunina
  • hvaða dagur, tími og lengd hendar best? fyrir byrjendur eru 1-2 klst oft nægur tími
  • hvar á að hittast / hvar á að enda / hvernig skila þátttakendur af sér sorpinu
 • Þátttakendur þurfa að vera klæddir eftir veðri, með fjölnota hanska og fjölnota poka til söfnuna (og flokkunar)
 • Annað sem á sérstaklega við þinn viðburð (svo sem sameina í bíla)

Gangi þér vel og endilega deilið myndum #umhverfissudurland