Gróðurhúsalofttegundir

Um 78% lofthjúps jarðar er nitur  (N2) og um 21% súrefni (O2).
Gróðurhúsalofttegundir eru því samtals rétt um 1%.
Meðal þeirra helstu eru koltvísýringur (CO2), metan (CH4), Óson (O3), glaðloft (N2O), brennisteinshexaflúoríð (SF6), vatnsgufa (H2O) og ýmis halógenkolefni.
Meðal tilbúinna gróðurhúsalofttegunda (sem eru manngerðar, þ.e. myndast ekki af náttúrulegum orsökum) eru svo nefnd klór-flúor-kol-efni (CFC), vetnis-flúor-kolefni (HFC) og fleiri efnasambönd sem innihalda kolefni og flúor.

 • Koltvísýringur (CO2) er ein áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin.Koltvísýringur er mikilvæg sameind fyrir líf á jörðinni enda notað af plöntum til ljóstillífunar.
  Við ljóstillífun klofnar koltvísýringssameindin í kolefni (C) og súrefni (O2).
  Hið fyrrnefnda nota plöntur til byggingar á lífrænum kolvetnissamböndum (sykrum) en súrefnið losnar aftur út í andrúmsloftið.
  Þegar plöntur eru étnar af grasbítum berast kolvetnin yfir í dýraríkið og verða bygggingaerfni og undirstöðuorka í fæðukeðjum þess.
  Stór hluti kolefnisins sem bundinn er í ljóstillífun losnar aftur út í andrúmsloftið sem koltvísýringur við öndun dýra og plantna.
 • Metan (CH4) myndast í maga jórturdýra en verður einnig til þegar lífrænt efni rotnar við loftfirrtar aðstæður svo sem í votlendi, ruslahaugum og við hrísgrjónarækt.
  Einnig losnar metan við ófullkominn bruna jarðefnaeldsneytis eða leka í vinnslu þess.
 • Glaðloft (N2O) myndast í litlu magni við bruna eldsneytis, í iðnað og landbúnað.
 • Óson (O3myndast þegar súrefnissameindir renna saman fyrir tilstilli orkuríkra sólargeisla hátt í lofthjúpnum.
  Mikilvægur eiginleiki þess er að það dregur í sig útfjólubláa geisla sólarinnar (UV) og verndar líf á jörðinni fyrir skaðlegum áhrifum þeirra.
  Ýmsar tilbúnar lofttegundir hafa neikvæð áhrif á ósonlagið og eyða því.
 • Brennisteinshexaflúoríð (SF6og halógeneruð vetniskolefni og perflúorkolefni eru manngerð efni sem innihalda halogen (bróm, klór og/eða flúor) og hafa meðal annars verið notuð við kæli- og slökkvikerfi og valda eyðingu ósonlagsins.
 • Vatnsgufa (H2O) er algengust gróðurhúsalofttegunda en magn hennar er mjög misjafnt í lofthjúpnum bæði í tíma og rúmi.
  Maðurinn hefur ekki bein áhrif á magn hennar en með hækkandi hitastigi eykst uppgufun.