05 Mar Pokastöð
Fyrstu skref þegar fara á af stað með Pokastöð… (engin heilög ráð, bara hugmyndir)
1. Taka ákvörðun um að opna pokastöð.
2. Hafa samband við verslunarstjóra í þeim verslunum sem þú telur að pokarnir eigi að vera
3. Setja af stað grúbbu á Facebook t.d. „Pokastöðin Húsavík“
4. Skrifa inn lýsingu á verkefninu á grúbbuna svo fólk sem fer í hana veit um hvað málið snýst.
5. Adda fólki í hópinn sem þú telur hafa áhuga – mæli frekar með að reyna að fá fólk til að
melda sig sjálft, ekki fylla hópinn af „óáhugasömum“ aðilum
6. Auglýsa eftir gömlum efnum og bolum
7. Auglýsa saumahitting og byrja að sauma
8. Búa til körfu eða fá lánaða í búðinni, prenta út plaköt til að hafa með og kynna verkfenið
9. Fylla körfuna af pokum
10. Hittast aftur og sauma meira.. hér á Höfn erum vði að hittast vikulega, karfan er mjög vinsæl
svo það virðist ekki veita af amk. 2 í mánuði
11. Hafa sambönd við staðarblöð og óska eftir kynningu á verkefninu
12. Hittast og sauma…. aftur og aftur og aftur – bara gaman, alvöru saumaklúbbur