Neysla, endurnýting og úrgangsstjórnun eru lykilhugtök þegar kemur að umhverfisvænni lífsstíl. Það sem alltaf hefur verið gert er ekki endilega besta leiðin okkar inn í framtíðina. Mikilvægt er að leita sífellt nýrra og áhugaverðra leiða til (endur)nýtingar Þess vegna tekur Umhvverfis Suðurland nú höndum saman við Listasafn Árnesinga og...

Núverandi auðlindanotkun er ósjálfbær, það vitum við. Nýting hráefnum er keyrð áfram af neyslu og vinnum við meira af hráefnum en plánetan okkar ræður við. Þess vegna eru menn í auknum mæli að horfa til Hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið snýst um breyttar neysluvenjur en einnig framleiðsluaðferðir. Núverandi hagkerfi byggir á línulegri...

Árlega er Norræni fataskiptimarkaðurinn (e. Nordic Swap Day) haldinn um öll Norðurlöndin til að draga úr fatasóun og um leið að veita umhverfisvæna leið til að losa sig við heilar og góðar flíkur sem eru ekki í notkun og hugsanlega að finna sér aðrar nýjar...

Hin sænska Greta Thunberg sá ekki tilgang í því að ganga menntaveginn þegar framtíð hennar og komandi kynslóða er ekki tryggð og hóf hún því að skrópa í skólann á föstudögum og mæta þess í stað ein fyrir utan þinghús Svía og mótmæla. Hún hóf Loftlagsverkfallið...

Norræni skiptidagurinn (e. Nordic swap day) er haldin hátíðlegur nú á laugardaginn, 6. apríl. Viðburðurinn rekur uppruna sinn til Svíþjóðar árið 2010 en hefur auk þess verið haldinn víða um Danmörku, Noreg og Finnland. Í fyrra tók Ísland í fyrsta sinn þátt í þessum degi en...

Frá upphafi iðnbyltingarinnar, seint á 18. öld, hefur mannkynið haft veruleg áhrif á loftslag jarðar, einkum með losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Notkun jarðefnaeldsneytis hefur margfaldast síðan þá. Aukning í ákveðnum lofttegundum breytir varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna....

Með sól í hjarta er tímabært að huga að vorverkunum. Forræktun plantna getur vafist fyrir nýliðum en oftar en ekki er fólk að mikla einfalt verk fyrir sér.  Fátt er betra fyrir kroppinn en að borða vel af grænum jurtum, grænmeti og salati.  Og enn betra fyrir budduna ef ekki þarf að kaupa slíkt ferskmeti vikulega.  Með hækkandi sól í mars er upplagt að byrja að huga að ræktun matjurta fyrir sumarið.    Forræktun plantna tekur um 1-2 mánuði við góðar aðstæður inni við í um 20°C. Plöntur má svo færa út...

Nú er tíminn til að huga að vorstörfunum, forræktun matjurta í mars og apríl er góð byrjun á sumrinu. Hægt er að sá fræjum í eggjabakka eða annað sem fellur til á heimilinu og koma fyrir við sólríkan glugga. Fyrir byrjendur er ræktun matjurta í pottum og...

Fyrir byrjendur er ræktun matjurta í pottum og ílátum ekki alltaf dans á rósum. Því fylgja oft og tíðum klaufaleg mistök, uppskerubrestur og svo er ekkert víst að neinn sparnaður hljótist af þessu brölti! Það er sem sagt engin trygging fyrir árangri þegar kemur að...