04 Oct Umhverfisnefnd í grunnskóla Ölfus
Leik- og grunnskólinn í Ölfusi starfa báðir undir grænfánum þar sem umhverfisvitund er mikil. Í tilefni af Plastlausum september og Umhverfis Suðurland var lögð enn meiri áhersla á skaðsemi plasts. Í grunnskólanum starfar umhverfisnefnd sem er skipuð tveimur fulltrúum úr hverjum árgangi og var formaður nefndarinnar með fræðslu um plast í öllum bekkjum. Þá söfnuðu nemendur plaströrum og -skeiðum og verður unnið að sameiginlegu verkefni í kringum það í október.
Í fyrra vann skólinn að matarsóunarverkefni og á næstunni verður unnið að verkefni er tengist verðmæti óskilamuna og áhrif fataframleiðslu á umhverfið.
Nánar má lesa um verkefnið hér: Grunnskólinn í Þorlákshöfn