24 Oct Matarsóun – lítum í eigin barm!
Það er sorgleg staðreynd að stærsti hluti matarsóunarinnar í hinum vestræna heimi fer fram eftir að maturinn er kominn til neytandans. Við kaupum matvæli í of miklum mæli, eldum of stóra skammta og geymum matinn ekki eins vel og hægt er sem gerir það að verkum að mikið magn af nýtanlegum matvælum fer í ruslið.
Hin hliðin er sú að á bak við þessa neyslu eru vinnustundir sem við eyðum frá fjölskyldu og vinum til að þéna fyrir matvælum og öðrum nauðsynjum auk þess tíma sem fer þá í fleiri verslunarferðir og eldamennsku. Besta leiðin til þess að sporna við þessu er að kaupa minna og nýta betur, elda rétt magn og nýta afgangana okkar! Gleymum heldur ekki að flokka lífrænt til moltugerðar því þannig getur hringrás matvælanna haldið áfram.
(heimild: www.matarsoun.is)