Fjölnotapokar undir leikskólafötin

Í leikskólanum Undralandi á Flúðum var ýmislegt gert til að minnka plastnotkun. “Við förum ekki út með hverja bleyju í plastpoka eins og við gerðum áður heldur erum komnar með sérstakar bleyjutunnur og í þær fara BioBag poka. Þá erum við búnar að fjarlægja plastpoka úr ruslafötum sem eingöngu eru fyrir pappír. Í þær fötur sem eftir eru notum við BioBag,” segir Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir, leikskólastjóri. “Foreldrar voru beðnir að koma með fjölnotapoka undir blaut og skítug föt og við erum með tautuskur á matarborðum í staðinn fyrir servíettur.

Í mörg ár hafa börnin á Undralandi tínt rusl þegar þau fara í gönguferðir og því höldum við að sjálfsögðu áfram.”