Fataskiptislá

Fataskiptislá hefur nú verið komið fyrir í nokkrum stofnunum og fyrirtækjum á Suðurlandi sem hluti af verkefninu Umhverfis Suðurland. Verkefnið snýst um að halda úti fataslá þar sem starfsmönnum og gestum stofnanna geta tekið af og/eða bætt við fötum á slána að vild. Þannig stuðlum við að betri nýtingu á fatnaði sem við sjáum okkur ekki fært að nýta lengur ásamt því að stuðla að minni fatasóun.

Umhverfis Suðurland hvetur stofnanir og fyrirtæki á Suðurlandi til að setja upp fataskiptislá í sínu umhverfi. Gaman væri ef við fengjum af því fregnir, t.d. má deila því á samfélagsmiðla með myllumerkinu #umhverfissuðurland eða með því að senda okkur tölvupóst.

Hér má nálgast auglýsingar til að prenta út og hengja upp hjá slánni til nánari útskýringa á verkefninu.