Fataframleiðsla

Við búum í heimi þar sem skynditíska (e. fast fashion) er allsráðandi. Hér áður fyrr endurnýjaði tískan sig ársfjórðungslega, en núna gerist þetta á viku fresti. Talið er að fatakaup innan Evrópu hafi aukist um 60% síðan árið 2000 og er helsta ástæða þess lækkað verð á fatnaði. Við förum í gegnum föt á færibandi vegna þess hversu ódýr þau eru, algjörlega ómeðvituð um hver borgar fyrir flíkina.

Framleiðsluferlið

Til að búa til fatnað þarf fyrst að búa til efnavöru og í flestum tilfellum er bómull notaður til þess. Hann er ræktaður víða um heim, en stærstu framleiðendurnir eru í Indlandi, Kína og í Bandaríkjunum. Til þess að rækta bómull þarf landsvæði og mikið vatn. Fyrir framleiðslu á einum stuttermabol þar um 2700 lítra vatn, sem er á við magnið sem ein manneskja drekkur á 2.5 árum. Til að framleiðsla standi undir eftirspurn skiptir miklu máli að ekki verði uppskerubrestur og er því mikið magn af skordýraeitri notað við framleiðslu, 24% alls skordýraeiturs og 11% alls varnarefnis í heiminum. Eftir að bómullin hefur verið ræktuð er henni safnað saman og unninn efnavara sem er lituð og send áfram til kaupandans. Kaupandinn saumar saman flíkur úr henni sem eru síðan sendar til Evrópu, Ameríku, Japans o.s.frv. Eftir að notandinn hefur keypt flíkina, notar hann hana, þvær og þurrkar þangað til að hann er kominn með nóg og þá losar hann sig við hana. Þetta kerfi er línulegt, sem þýðir að náð er í hráefni, vara er framleidd, henni er dreift í verslanir þar sem notandinn kaupir hana, notar og fleygir svo.