29 Oct Hvað er matarsóun!
Margir hugsa til munnbitanna sem enda í ruslinu eftir kvöldverðinn en vandamálið er talsvert stærra en það. Talið er að þriðjungi matvæla í heiminum sé hent. Á þetta við á öllum stigum matvælaiðnaðarins og á sér margar skýringar. En breytingarnar byrja hjá einstaklingunum og þurfum við því að lýta í eigin barm. Þegar við endurmetum neyslumynstur okkar og hefðir til að koma í veg fyrir matarsóun erum við draga úr umhverfismengun og sóun auk þess sem við spörum eigið fjármagn, sem annars færi í að fæða ruslið, og komum í veg fyrir hækkandi matvælaverð, sem stendur straum af kostnaðinum á ræktun matvæla sem endar í ruslinu.
Matarsóun heimilanna er þegar við kaupum meiri mat en við þurfum, hendum afgöngum eða geymum matvæli ekki rétt. Með einföldu skipulagi og skrefum er hægt að minnka matarsóunina til muna
- Fylgstu með hvað er til á heimilinu og notaðu matinn áður en hann rennur út
- Greymdu matvæli rétt, ef þú ert ekki viss, leitaðu svara
- Endurnýjaðu afgangana, stundum er hægt að útbúa nýjan rétt úr gömlum, stráðu osti yfir réttinn og hitaðu í ofni eða búðu til kássu
- Notaðu nefið – dagsetning umbúðanna segja ekki alla söguna
- Deildu matnum, gefðu matvæli þangað sem þau nýtast
- Moltugerð! Ekki henda ónýtum mat í ruslið, endurnýttu hann og haldu hringrásinni lifandi
- Fylgstu með ruslinu þínu, góð hugmynd er að skrá niður þann mat sem þú fleygir og berðu saman við innkaupalistann þinn næst þegar þú ferð í búðina, ef til vill hvetur það þig til að endurhugsa matarinnkaupin að reikna út kostnað þess mats sem endar í ruslinu.