Matarsóun er meinsemd

Þriðjungur þess matar sem framleiddur er fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eða um 1,3 milljarðar tonna af mat á hverju ári í heiminum. 

Á heimsvísu er talið að um þriðjungi af framleiddum mat til manneldis eyðileggist eða sé sóað, það er um 1,3 milljarður tonna. Á Norðurlöndunum er sóað um 3,5 milljónum tonna af mat árlega! Matvæli sem er sóað hefðu mögulega getað brauðfætt milljónir manna og minnkað þá hungursneyð sem steðjar að víða í heiminum. Þar að auki hefur framleiðsla matar oft talsverð neikvæð umhverfisáhrif sem þjóna þá engum tilgangi ef maturinn er ekki nýttur og eykur verulega við magn úrgangs sem þarf að urða. Einnig er um sóun á fjármunum að ræða þar sem heimili og stóreldhús kaupa í rauninni oft of mikið af mat. Því fæst töluverður samfélagslegur, umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af því að minnka matarsóun.

(heimild: www.matarsoun.is)