04 Oct Stuðlað að minni plastnotkun í Lavacenter
Í Lavacenter fer starfsfólk einu sinni í viku og týnir upp rusl í kringum fyrirtækið. Í tilefni af Umhverfis Suðurland og Alheimshreinsunardeginum var sérstaklega farið út á föstudegi og laugardegi.
“Við höfum tekið þátt og að við erum ávallt með hugann við að halda snyrtilegu í kringum okkur, flokka rusl og stuðla að minni notkun plasts. Við erum heppin með að það fellur lítið til af rusli í okkar starfsemi,” segir Hulda Kristjánsdóttir hjá Lavacentre.