Vorverkin

Með sól í hjarta er tímabært að huga að vorverkunum.

Forræktun plantna getur vafist fyrir nýliðum en oftar en ekki er fólk að mikla einfalt verk fyrir sér. 

Fátt er betra fyrir kroppinn en  borða vel af grænum jurtumgrænmeti og salati

Og enn betra fyrir budduna ef ekki þarf  kaupa slíkt ferskmeti vikulega

Með hækkandi sól í mars er upplagt  byrja  huga  ræktun matjurta fyrir sumarið.   

Forræktun plantna tekur um 1-2 mánuði við góðar aðstæður inni við í um 20°C.

Plöntur má svo færa út þegar hætt er að frysta en best er að flytja plöntur út í maí eða júní, og þá hentar að byrja forræktun í mars og apríl. 

Það er auðveldara en maður heldur að ræka sitt eigið grænmeti, sérstaklega kryddjurtir og salat líkt og spínat og klettasalat.

Fjölmargar tegundir af fræjum eru fáanlegar í íslenskum verslunum en einnig má stinga niður fræjum úr eldhúsinu.

Nánar um aðferðir til þess að hefja ræktun í eldhúsglugganum má finna hér. 

Það að geta verið sjálfbær um sitt grænmeti og kryddjurtir hefur mikið umhverfislegt gildi og stuðlar að sjálfbærni heimila og samfélaga.

Matjurtaræktun er indæl fjölskylduskemmtun, lærdómsferillinn spennandi og uppskeran ljúffeng.

Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt í að fylla sunnlenska eldhúsglugga af grænu gúmmelaði og deila afrakstrinum #umhverfissudurland