Góð þátttaka í Plastlausum September

Það var góð þátttaka í Plastlausum september á Suðurlandi og afar fjölbreytt verkefni sem íbúar tóku sér fyrir hendur. Í Ölfusi réðust íbúar í strandhreinsun, leik- og grunnskólar í sveitarfélaginu lögðu meiri áherslu á plast en áður, fyrirtæki í landshlutanum hreinsuðu umhverfi sitt og á Flúðum koma foreldrar nú með fjölnota poka undir skítugu leikskólafötin. Hjallastefnuleikskólinn Sóli í Vestmannaeyjum tók virkan þátt og fóru kennarar með hópana sína fylktu liði um bæinn og tíndu rusl. Á Höfn var einnig mikil þátttaka og öflugt plokk skipulagt á Alheimshreinsunardeginum, kallað “Tölt með tilgangi”.

Umhverfis Suðurland fer vel af stað, endilega fylgist með dagskránni hérna á vefnum og verið í sambandi við okkur.