Velkomin á Umhverfis Suðurland

Velkomin í Umhverfis Suðurland, verkefni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í umhverfismálum. Verkefnið gengur út á öflugt sameiginlegt hreinsunarátak þar sem íbúar og sveitarfélög verða hvött til enn meiri flokkunar og endurvinnslu en nú er. Þá verður staðið fyrir fræðslu um umhverfismál bæði í formi viðburða, fyrirlestra og með notkun stafrænna miðla.

Þessum vef er ætlað að þjóna upplýsingarhlutverki fyrir Umhverfis Suðurland. Hér er hægt að finna hagnýtar upplýsingar um tækifæri einstaklinga til þess að taka til hendinni í umhverfismálum. Til dæmis má finna upplýsingar um sorphirðuþjónustu í sveitarfélögunum á Suðurlandi, ábendingar varðandi skaðsemi plasts, hvernig einstaklingar geta brugðist við í loftslagsmálum og svo margt fleira.

Kannaðu fræðslusíðuna okkar

Eftirtalin sveitarfélög eiga aðild að Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS):