Suðurland í sparifötin

Sumarið er komið og þó veðrið sé misjafnt gefast nú sífellt fleiri tækifæri til að taka til hendinni utandyra.

Júnímánuður er tilvalinn til að huga að garðinum og nærumhverfinu.

Snyrta beð, klippa runna, planta sumarblómum, hreinsa stéttir, þrífa glugga, laga grindverk og plokka á gönguleiðum og í náttúrunni. 

Við hvetjum alla til að leggja sitt að mörkum og gera Suðurland sem fallegast svo við getum öll notið þess saman í sumar.

 

Umhverfishreinsun er orðin vinsæll viðburður meðal margra og gengur m.a. undir nöfnunum “plokk” eða “tölt með tilgangi”

Auðvelt er að skipuleggja umhverfishreinsun en hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

 

Hvetjum umhverfisvæna sunnlendinga til að deila myndum á #umhverfissudurland

 

Umhverfis Suðurland #4 Plokkun

Árni Geir og grænu skrefinAð "plokka" er frábær leið til þess að hreyfa sig og hjálpa náttúrunni í leiðinni. Munum bara að flokka ruslið og skila á réttan stað.

Posted by Umhverfis-Suðurland on Þriðjudagur, 12. febrúar 2019