Ræktun matjurta

Nú er tíminn til að huga að vorstörfunum, forræktun matjurta í mars og apríl er góð byrjun á sumrinu.

Hægt er að sá fræjum í eggjabakka eða annað sem fellur til á heimilinu og koma fyrir við sólríkan glugga.

Fyrir byrjendur er ræktun matjurta í pottum og ílátum ekki alltaf dans á rósum.

Því fylgja oft og tíðum klaufaleg mistök, uppskerubrestur og svo er ekkert víst að neinn sparnaður hljótist af þessu brölti!

Það er sem sagt engin trygging fyrir árangri þegar kemur að ræktun, en það er líka það sem gerir verkefnið svo spennandi og skemmtilegt.

Það er í raun ekki fyrr en maður er farinn að kunna að meta óvissuna, vesenið, sem og lífsgæðin sem fylgja því að geta borðað sína eigin uppskeru, að heimaræktunin margborgar sig.

Hér koma nokkur góð ráð til að fækka mistökum í pottaræktuninni og auka líkurnar á árangursríkri uppskeru.