Hringrásarhagkerfið

Núverandi auðlindanotkun er ósjálfbær, það vitum við.

Nýting hráefnum er keyrð áfram af neyslu og vinnum við meira af hráefnum en plánetan okkar ræður við.

Þess vegna eru menn í auknum mæli að horfa til Hringrásarhagkerfisins.

Hringrásarhagkerfið snýst um breyttar neysluvenjur en einnig framleiðsluaðferðir.

Núverandi hagkerfi byggir á línulegri nýtingu auðlinda, þ.e. hráefnisupptaka, vöruframleiðsla, sala og dreifing, notkun og urðun, sem sagt, vinna-nota-henda.

Hringrásarhagkerfið snýr að vörunotkun þar sem áhersla er lögð á að nota hreint, hættulaust og endurnýjanlegt hráefni og hver vara geti verið endurnýtt í nýja að notkunn hennar lokinni, þannig heldur hringurinn áfram.

Með þessu móti er komið í veg fyrir að hættuleg efni berist í vistkerfi jarðar við vinnslu og urðun.

Að breyta úrgangi í auðlind er stórt lykillatriði í hringrásarhagkerfinu.

Hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins styðst við úrgangsþríhyrning Evrópusambandsins að því leyti að markvíst er unnið að því að koma okkur frá förgunarstiginu (urðun og brennsla án orkuheimts) sem telst til línulegrar úrgangsmeðhöndlun yfir í efri hluta þríhyrningsins þar sem áhersla er á að breyta úrgangi í auðlind með t.d. forvarnastarfsemi, lágmörkun úrgangs, endurnotkun og endurvinnslu.

 

Sunnlendingar eru hvattir til að huga að hringrásarhagkerfinu og ábyrgri neyslu

Undir hlekknum fræðsla á síðunni er að finna ýtarefni um ýmislegt sem gagnast einstaklingum til að verða grænni, svo sem grein um úrgang eða auðlind.

Hér má einnig finna hugmyndir um umhverfisvænni neysluvenjur sem allir geta tileinkað sér.

#umhverfissudurland