Úrgangur í auðlind – hugmyndasamkeppni

Neysla, endurnýting og úrgangsstjórnun eru lykilhugtök þegar kemur að umhverfisvænni lífsstíl.

Það sem alltaf hefur verið gert er ekki endilega besta leiðin okkar inn í framtíðina.

Mikilvægt er að leita sífellt nýrra og áhugaverðra leiða til (endur)nýtingar

Þess vegna tekur Umhvverfis Suðurland nú höndum saman við Listasafn Árnesinga

og Hveragerðisbær, sem boðar „grænu byltinguna“

Blásið er til hugmyndasamkeppni um leiðir til að breyta „úrgangi í auðlind

Reglurnar keppninnar gætu ekki verið einfaldari:

Tillagan þarf að vera ný leið eða hugmynd um (endur)nýtingu á einhverju sem annars væri hent.

Til dæmis:

Úr efni sem annars væri hent

Gamall og/eða uppgerður hlutur með nýtt hlutverk

Leið til þess að gera einnota hluti að fjölnota hlutum

…eða hvað annað sem getur fallið undir ,,úrgangur í auðlind”

 

Allar tillögur skulu sendar á umhverfi@sudurland.is þar sem hugmyndinni eru gerð góð skil

í máli og/eða myndum fyrir lok dags 12.júní.

Ef keppandinn getur einnig sýnt hugmyndina sína á hátíðinni Blóm í bæ í Hveragerði

Sé um að ræða hlut sem keppandi vill skila inn skal jafnframt hafa samband

Vegleg verðlaun fyrir áhugaverðustu tillöguna!

Úrslitin verða tilkynnt á hátíðinni Blóm í bæ í Hveragerði þann 15.júní.