Loftlagsverkfall Gretu

Hin sænska Greta Thunberg sá ekki tilgang í því að ganga menntaveginn þegar framtíð hennar og komandi kynslóða er ekki tryggð og hóf hún því að skrópa í skólann á föstudögum og mæta þess í stað ein fyrir utan þinghús Svía og mótmæla. Hún hóf Loftlagsverkfallið (s. Skolstrejk för klimatet) síðastliðið haust en hefur nú orðið andlit og talsmaður ungs fólks um allan heim sem krefja yfirvöld til að bregðast við hættunni og taka til aðgerða. Yfir milljón nemendur hafa nú tekið þátt í mótmælum í anda Gretu í yfir 125 löndum í öllum heimsálfum og hafa loftlagsverkföll nú verið haldin á fimm stöðum um Ísland.
Greta hefur m.a. komið fram í
TEDtalk og talað fyrir Sameinuðu þjóðunum og hefur nú verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir sitt framlag í baráttunni við loftlagsvandann.  
 
Við hvetjum alla til að hlusta á upptöku Gretu af TEDtalk, kynna sér málstað hennar og taka svo þátt!

Eins og Greta segir þá duga jákvæðar hugsanir og hvatningar ekki til – nú þarf að grípa til aðgerða!

 

Engin skipulögð verkföll hafa farið fram á Suðurlandi en Umhverfis Suðurland myndi gjarnan vilja heyra af því og taka þátt!

Allir geta lagt sitt að mörkum með því að taka upp grænni lífsstíl og vekja athygli á málinu.

Endilega deilið ykkar upplifun #umhverfissudurland