Fræðslufundur og diskósúpudagur í Flóahreppi

01okt19:0022:00Fræðslufundur og diskósúpudagur í Flóahreppi

Event Details

Mánudaginn 1. október nk. stendur atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps íbúum á Diskósúpufund um atvinnu- og umhverfismál.
Fundurinn verður haldinn í Þingborg og hefst kl. 19:00 þar sem boðið verður upp á svokallaða Diskósúpu.

Fundarefni:
1. Kynning á Reko hugmyndinni. Nýtt form á sölu og dreifingu matvæla frá smáframleiðendum beint til neytenda með aðstoð samfélagsmiðla.
2. Kynning á Uppbyggingasjóði Suðurlands. Ertu með frábæra hugmynd? Sendu inn umsókn.
3. Umhverfis Suðurland – Sunnlenskt átak í umhverfismálum. Í október er umfjöllunarefnið matarsóun og er Diskósúpan liður í því.
4. Almennt spjall um atvinnu- og umhverfismál ef tími leyfir.

 

Time

(Mánudagur) 19:00 - 22:00(GMT+00:00)

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.