Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Nýársdagur

Nýársdagur er gjarnan nýttur til göngu í náttúrunni, eða flugeldaplokks. #umhverfissudurland

Þrettándinn

Þrettándinn er síðasti dagur jóla. Víða eru haldnar þrettándabrennur og síðustu flugeldunum skotið upp. Munum að týna upp allt flugeldarusl og skila inn. Umbúðir eru gjarnan úr pappa og plasti sem ber að flokka en brunnir flugeldar og tertur eru blanda pappa, leirs og brunnar púðurleifar...

Tölt með tilgangi – Höfn

Mánaðarleg töltferð Umhverfissamtaka Austur-Skaftafellssýslu verður farin frá Heppuskóla kl.11, laugardaginn 12.janúar Margar hendur vinna létt verk - allir velkomnir https://www.facebook.com/events/972971646227900/

Bóndadagur

Bóndadagur markar upphaf Þorrans. Þorrablót eru haldin á næstu dögum og vikum. Þorramatur fagnar gömlum geymlsuaðferðum matvæla, svo sem súrsun, sem kom í veg fyrir matarsóun og hungur á árum áður. Þorrablót eru einnig fullkomin tilefni til að endurnýta jóla- og áramótaklæðnaðinn.

Þema: flokkun

Hringrásarhagkerfið gengur út á endurnýtingu og endurvinnslu. Rusl er auðlind sem nýta þarf áfram og mikilvægt að finna réttan farveg fyrir þessi dýrmæti sem nýtast ekki lengur.

Alþjóðlegur votlendisdagur

Degi votlendis (e. World Wetlands Day) er fagnað árlega 2. febrúar  en þann dag 1971 var Ramsarsamningurinn um verndun votlendis samþykktur. Samningurinn er fyrsti alþjóðasamningurinn um náttúruvernd og sjálfbæra nýtinu náttúruauðlinda og er dagurinn nýttur í vitundarvakningu um mikilvægi votlendis fyrir náttúru og menn. Í...

Loftlagsverkfall

Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, m.a. í Belgíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi...

Alþjóðadagur ísbjarna

Polar Bears International (PBI) heldur árlega upp á alþjóðadag ísbjarna til að vekja athygli á framtíð ísbjarna við hækkandi hitastig á norðurslóðum. Minnkandi hafís vegna loftlagsbreytinga er helsta ógn ísbjarna. Hvar sem maður býr getum við gegnt hlutverki til að sporna við þessari þróun. Lesa má...

Þema: ræktun

Lífræn ræktun og for-ræktun matjurta til eigin nota er þema mánaðarins. Stysta mögulega leið frá beði til munns er þegar matvæli eru ræktuð á heimilinu. Kartöflugarðar og gróðurhús koma sér vissulega vel en allir geta ræktað eitthvað, hvort sem er í eldhúsglugganum eða pottum.

Umhverfisdagur – Hallveigarstaðir

Nú endurtökum við vel heppnaðan dag á síðasta ári. Saman getum við minnkað fatasóun. Kvenfélagasambandið býður þér að koma á Hallveigarstaði, Túngötu 14 og vera með á umhverfisdegi þar sem kvenfélagskonur munu aðstoða við minniháttar viðgerðir og breytingar á fatnaði. Þú getur líka komið og...