Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Alþjóðlegur votlendisdagur

2. February 2019

Degi votlendis (e. World Wetlands Day) er fagnað árlega 2. febrúar  en þann dag 1971 var Ramsarsamningurinn um verndun votlendis samþykktur.

Samningurinn er fyrsti alþjóðasamningurinn um náttúruvernd og sjálfbæra nýtinu náttúruauðlinda og er dagurinn nýttur í vitundarvakningu um mikilvægi votlendis fyrir náttúru og menn.

Í ár, 2019, er þema dagsins Votlendi og loftlagsbreytingar (e. Wetlands and Climate Change) enda eru loftlagsbreytingar eitt brýnasta vandamál sem steðjar að jörðinni.

Taktu þátt með vitundarvakningu eða viðburði og hafðu samband við okkur.

Endurheimt framræsts votlendis er ein af þeim aðgerðum sem IPCC (http://www.ipcc.ch/) viðurkennir sem gilda aðgerð til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum.    í votum mýrum safnast upp lífrænt efni sökum þess að gróðurleifar rotna ekki vegna skorts á súrefni.  Gróðurinn þjappast því saman undir vatninu og myndar með tímanum mólag, lífrænt efni sem geymir mikla orku.  Þegar votlendi er ræst fram með skurðum og vatn hverfur frá, fer niðurbrot eða rotnun þessa lífræna efnis í gang þegar örverur nýta sér orkuna úr því og við það losnar koldíoxíð út í andrúmsloftið.  Þetta getur átt sér stað áratugum og árhundruðum eftir að lífræna efnið myndaðist.  Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir niðurbrotsörverurnar.  Þá fara af stað mun hægvirkari örverur sem geta starfað án súrefnis og losa metan sem er mjög virk gróðurhúsalofttegund.  Það ferli er hins vegar um þúsund sinnum hægara og því mikill ávinningur af því frá loftslagsjónarmiði að halda mýrum blautum og hafa lífræna efnið áfram bundið í jörðu. (Tekið af vef Votlendis)

Details

Date:
2. February 2019
X