Umhverfisvænni neysluvenjur
Allar vörur eiga sitt kolefnisfótspor en þá losna gróðurhúsalofttegundir, þetta á við í framleiðslu, vinnslu, flutningi og geymslu eða förgun vara. Draga má úr áhrifum neyslu okkar með skynsömum og vistvænni innkaupum. Við getum sjálf meðvitað dregið úr umfangi neyslu og efnanotkun eins og hægt er, valið frekar vörur úr endurunnum efnum, valið vörur með minni og endurvinnanlegum umbúðum og hugað að flutningsvegalengdum. Með meðvituðu vöruvali getum við sem neytendur haft áhrif á þróun markaðarins til sjálfbærari og visthæfari lausna. Úrgangurinn sem til fellur er svo oftar en ekki ónýttur og fluttur til förgunar. Samkvæmt mati á vistspori Íslands er einn stærsti þátturinn í umhverfisáhrifum vegna neyslu Íslendinga af völdum innfluttra raftækja. Mikil verðmæti liggja oft í því sem við köllum rusl og með því að nýta vel, endurnýta og endurvinna á skynsaman hátt má spara auðlindanotkun og umhverfisáhrif vegna framleiðslu nýrra vara.
- Skynsöm innklaup – er raunveruleg þörf til staðar?
- Kaupa endurunnið og umhverfismerkt!
- Ekki kaupa umbúðir – veljum vörur í umhverfisvænni og takmörkuðum umbúðum
- FJÖLNOTA er málið!
- Nýtni og viðhald getur bjargað flestum hlutum, buddunni og umhverfinu.
- Endurvinnsla! Það er engin lausn að moka holu og fylla af rusli, það býr bara til önnur vandamál til lengri tíma.
- Umhverfisvænni matvælaframleiðsla = borða meira grænmeti!
- Kaupum innlent og veljum matvæli eftir árstíðum
Meira má lesa um umhverfisvæna neyslu á vef Umhverfisstofnunar