Topp 30 leiðir til að minnka plastnotkun

Ef allt sem til fellur á heimlinu er flokkað í þaula má nánast komast hjá því að vera með „venjulegt rusl“. Það er jafnvel hægt að nota heimagerða pappa-poka úr gömlum dagblöðum í tunnuna. Á meðan verið er að komast á það stig má nota niðurbrjótanlega maíspoka sem lifa ekki í mörg hundruð ár eins og plastið.
En hér er okkar topp 30:

 

  1. Notaðu taupoka eða Boomerang-poka í stað plastpoka!
  2. Hættu ð drekka úr plastflöskum
  3. Notaðu þín eigin ílát undir skyndifæði
  4. Vertu með bolla úr ryðfríu stáli og glerrör alltaf með þér
  5. Kauptu ferskt brauð í bréfi eða engum umbúðum
  6. Skilaðu umbúðum undir tómata, ber o.s.frv. til verslunarinnar og framleiðenda
  7. Mættu með þínar eigin umbúðir fyrir tilbúna rétti hjá fisk- og kjötsalanum
  8. Skiptu plastfilmunni út fyrir bývaxdúka
  9. Kauptu vín með náttúrulega korktappa
  10. Slepptu frosna fæðinu
  11. Veldu plastfrjálst tyggjó
  12. Veldu beint úr stórum ílátum (bulk bins) eins oft og þú getur
  13. Segðu nei við plastumbúðarpokunum í kjörbúðinni
  14. Verslaðu beint af framleiðanda eða á ferska markaðinum
  15. Þvoðu heimilið með ediki eða vatni – slepptu plastbrúsakaupunum.
  16. Notaðu matarsóda fyrir erfiðari bletti, hann er frábært hreinsunarefni
  17. Notaðu uppþvottaduft án plastumbúða
  18. Þvoðu upp úr matarsóda eða stykkja-sápu
  19. Notaðu klúta úr náttúrulegum efnum en ekki gerviefnum.
  20. Þvoðu fötin úr heimagerðum hreinsiefnum
  21.  Notaðu náttúrulega þvottahanska – t.d. 100% latex.
  22. Forðastu plastagnir í snyrtivörum, t.d. “polyethylene”
  23. Notaðu sápustykki ekki sápu í plasthylkjum
  24. Ekki nota sjampó í plastflöskum
  25. Notaðu matarsóda sem svitarlyktareyði
  26. Hættu að nota teflon og önnur “festist ekki við potta og pönnur” efni. Gerviefnin berast í matinn og náttúruna. Notaðu Ryðfrítt stál og pott (steypujárn).
  27. Kauptu glerblandara ekki plast.
  28. Notaðu gler og stál geymsluílát fyrir mat í kælinn.
  29. Notaðu tau- og málmnestisbox.
  30. Og síðast en ekki síst. Búðu til þitt eigið alls konar (konfekt, mæjones, tómatsósu, snakk o.s.frv.).

Sjá nánar á:

100 Steps to a Plastic-Free Life

d