Plast eyðist ekki í náttúrunni heldur brotnar niður í smærri einingar sem kallast örplast.
Plastagnir í sjó eiga greiða leið inn í fæðukeðjuna og reglulega birtast fréttir um plast í dýrum.
Norrænt strandhreinsunarátak á sér stað hvert ár í maí til að vekja athygli á þessu vandamáli og sporna gegn niðurbroti plasts í náttúrunni.