STRANDHREINSUNARDAGUR
Haldinn verður Strandhreinsunardagur á Eyrarbakka laugardaginn 28. september.
Sveitarfélagið Árborg stendur að strandhreinsunardeginum í samstarfi við Björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka. Verkefnið er unnið í tengslum við verkefnið Plastlaus september og Brim kvikmyndahátíð sem er ætluð til að fræða og vekja athygli á einu mest aðkallandi umhverfisvandamáli samtímans.
Mæting er við Björgunarsveitarhúsið að Búðarstíg 21 á Eyrarbakka klukkan 11:00 og er áætlað að vera við hreinsun til klukkan 13:00.
Sama dag mun Tómas Knútsson stofnandi umhverfissamtakanna Blái herinn, halda fyrirlestur um samtökin í Rauða húsinu á Eyrarbakka klukkan 17:00.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar