Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Alþjóðadagur villtra dýra

3. March 2019

Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu 3.mars sem Alþjóðadag villtra dýra (e. World Wildlife Day) og hefur hann verið haldin hátíðlegur síðan 2014. Á þessum degi var Samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu (CITES) var samþykktur.

Fágæt villt dýr og plöntur eiga undir högg að sækja og um er að ræða vandamál sem hefur í senn skaðleg áhrif á umhverfið, efnahag landa auk neikvæðra félagslegra áhrifa. Það er siðferðisleg skylda okkar allra og stefna stjórnvalda að vernda líffræðilega fjölbreytni landsins og tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. (Fengið af vef tollstjóra)

Villt dýr og plöntur hafa mikið gildi og stuðla að vistfræðilegum, erfðafræðilegum, félagslegum, efnahagslegum, vísindalegum, fræðilegum, menningarlegum, afþreyingarlegum og fagurfræðilegum þáttum manna velferð og sjálfbæra þróun.

Alþjóðadagur villtra dýra minnir á brýna þörf á verndun náttúrunnar, líffræðilegan fjölbreytileika og sjálfbærni.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 14 fjallar um líf í vatni og nr.15 um líf á landi.

Þema dagsins 2019 er Líf undir vatni: fyrir fólk og jörðina (e. Life below water: for people and planet)

 

Details

Date:
3. March 2019